Innlent

Mosfellsbær verðlaunar fyrir fallega garða

verðlaunahafar, frá vinstri til hægri:
Davíð Gunnlaugsson, f.h. Leirutanga 27, Anna Hlíf Svavarsdóttir, og dóttir hennar Alexandra Eik Októsdóttir, f.h. Hamratanga 15, Kristleifur Guðbjörnsson og Margrét Ólafsdóttir að Arkarholti 4.
verðlaunahafar, frá vinstri til hægri: Davíð Gunnlaugsson, f.h. Leirutanga 27, Anna Hlíf Svavarsdóttir, og dóttir hennar Alexandra Eik Októsdóttir, f.h. Hamratanga 15, Kristleifur Guðbjörnsson og Margrét Ólafsdóttir að Arkarholti 4.

Kristleifur Guðbjörnsson og Margrét Ólafsdóttir að Arkarholti 4 fengu viðurkenningu fyrir áratuga ræktunarstarf og eru að hljóta viðurkenningu í þriðja sinn en þau fengu síðast viðurkenningu fyrir garð sinn fyrir fjórtán árum.

Rannveig Reymondsdóttir og Svavar S. Tómasson að Hamratanga 15 hlutu viðurkenningu fyrir sérstaklega fallega hönnun og skipulag lóðar og Gunnlaugur Júlíusson og Jónína S. Jónsdóttir að Leirutanga 27 fengu viðurkenningu fyrir fallegan og vel hirtan garð þar sem umhirða gróðurs er til fyrirmyndar.

"Mosfellsbær er orðinn mjög grænn og gróinn bær enda hefur áhugi á garðrækt í bæjarfélaginu aukist ár frá ári og má sjá það á þeim tilnefningum sem nú komu fram. Hér eru margir glæsilegir garðar og eru sigurgarðarnir í ár vitnisburður um það. Mosfellsbær státar jafnframt af óvenjumörgum grænum svæðum og leiksvæðum innan bæjarmarkanna og fjölmörgum útivistarperlum við bæjardyrnar," segir Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar

Auglýst var eftir tilnefningum frá almenningi og voru alls átta garðar tilnefndir en umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir umhverfisviðurkenningarnar árlega.

Meðal þess sem nefndin horfir til við veitingu umhverfisviðurkenninganna er ásýnd umhverfis, umhirða lóðar og gróðurs, hönnun og skipulagning lóðar, ásýnd byggingar, áhersla á umhverfismál og ennfremur staða úrgangsmála og mengunarvarna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×