Innlent

Íslenskur friðargæsluliði á leið til Georgíu

Georgískir hermenn.
Georgískir hermenn. Mynd/AP

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að senda íslenskan friðargæsluliða Ólöfu Magnúsdóttur til starfa hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Georgíu. Ráðuneytið ætlar einnig að leggja þrjár milljónir króna til Rauða krossins vegna þess neyðarástands sem skapast hefur í landinu.

Mun Ólöf starfa þar á skrifstofu Barnahjálparinnar í Tblisi, höfuðborg Georgíu. Ólöf mun leggja af stað á allra næstu dögum og dvelja þar í einn mánuð í það minnsta.

Starf Ólafar mun felast í því að vinna úr upplýsingum frá staðarráðnum starfsmönnum og miðla til höfuðstöðva UNICEF og framlagsþjóða. Þetta kemur fram í fréttartilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×