Erlent

Obama hefur náð fleiri ofurfulltrúum en Hillary

Barak Obama hefur náð yfirhöndinni hvað fjölda svokallaðra ofurfulltrúa varðar á komandi flokksþingi Demókrataflokksins í sumar.

Hillary Clinton hafði lengi yfirhöndina meðal þessa hóps fólks en það á kjörrétt á þinginu í krafti stöðu sinnar sem þingmenn og frammámenn flokksins.

Tveir þingmenn í fulltrúadeild og tveir í öldungadeild bandaríska þingsins lýstu yfir stuðningi sínum við Obama í gær og þar með hafa fleiri ofurfulltrúar lýst yfir stuðningi við hann en Hillary.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×