Innlent

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar um klukkan 19:30 í gærkvöldi.

Bifreið sem var ekið Grænásveg til vesturs var ekið viðstöðulaust inná Reykjanesbraut og í veg fyrir bifreið sem var ekið Reykjanesbrautina í suður.

Ökumaður og farþegar í annarri bifreiðinni voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar hjá lækni.

Ökumaður síðan fluttur til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Bifreiðarnar eru mikið skemmdar og voru fluttar af vettvangi með kranabifreið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×