Innlent

Festist í klifurgrind við Gvendargeisla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Slökkvilið að störfum. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Slökkvilið að störfum. Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Heiða Helgadóttir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að gæsluvelli við Gvendargeisla í Grafarholti um klukkan hálfsex í kvöld þar sem átta ára gömul stúlka hafði fest sig í klifurgrind.

Móðir stúlkunnar tilkynnti um atburðinn og þurftu slökkviliðsmenn að skrúfa hluta grindarinnar í sundur til að losa hana úr prísundinni. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins varð sú litla frelsinu fegin þegar hjálpin barst. Henni varð sem betur fór ekki meint af þessari óskemmtilegu reynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×