Lífið

Eastwood ætlar að drepa Dirty Harry

Clint Eastwood hyggst dusta rykið af Dirty Harry eftir tuttugu ára hlé. Fyrsta myndin um hinn byssubrjálaða Harry Calahan kom út árið 1971, en ekkert hefur sést til hans frá því myndin Dead Pool kom út árið 1988.

Eastwood, sem er orðinn 77 ára, mun leika Harry í nýrri mynd sem er væntanleg um töffarann. Sú verður þó örugglega sú síðasta, því Harry deyr í myndinni. „Clint vill vera alveg viss um að Harry kveðji með stíl, hefur The Sun eftir kunnugum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.