Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, fullyrðir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi reynt að ráða sig af dögum þegar hann heimsótti Írak í mars síðastliðnum.
Ahmadinejad segir að samkvæmt leyniþjónustu hans hafi óvinir ætlað sér að ræna sér og síðan að drepa. Breytingar á ferðatilhögun Ahmadinejad komu hins vegar í veg fyrir slíkt á síðustu stundu.
Ahmadinejad lét hafa þetta eftir sér í viðtali við ríkisútvarpsstöð Íran og þrátt fyrir að hann nefni Bandaríkin aldrei á nafn í viðtalinu notaði hann alltaf orðið „óvinir" þegar talið barst að stjórnvöldum í Washington. Yfirvöld þar á bæ þvertaka hins vegar fyrir þessar ásakanir.