Innlent

Vill lausn á málefnum utangarðsmanna

Svava Johansen hefur rekið verslanir í miðborginni um árabil.
Svava Johansen hefur rekið verslanir í miðborginni um árabil.

„Ég held að það væri mjög góð lausn ef það væri hægt að beina þeim eitthvað annað," segir Svava Johansen, kaupmaður í NTC tískuvörufyrirtækinu, um þá hugmynd að finna stað fyrir utangarðsmenn sem safnast saman í miðborginni.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að þær hugmyndir hefðu verið reifaðar innan borgarkerfisins að finna stað fyrir ölstofu við Faxaflóahafnir þar sem utangarðsmenn gætu haft athvarf.

„Maður sér náttúrulega svona fólk í hvaða borg sem maður kemur til," segir Svava. Hún bendir jafnframt á að utangarðsfólk hafi sömu þarfir og aðrir og þurfi að vera innan um annað fólk. Það þurfi því að finna þeim stað þar sem notalegt sé að vera og fólk vilji koma. Best væri ef þeir gætu haft athvarf í einhverjum fallegu garði.

„Það er til nóg af börum í borginni þannig að ég veit ekki hvort það er lausnin. Nema auðvitað að þeir fengu bjórinn með afslætti," segir Svava. Hún bendir þó á að væri að vissu leyti óheppilegt því það myndi hugsanlega auka á drykkjuna.

„Þeir vilja náttúrulega vera innan um fólk eins og aðrir. En að þeir séu í miðbænum þar sem hjartað er og við kjósum að fara með börnin okkar er auðvitað mjög leiðinlegt," segir Svava. Hún leggur áherslu á að þetta sé mál sem þurfi að hugsa mjög vel.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×