Innlent

Lafleur gafst upp

Benedikt Lafleur sundkappi gafst upp á leið sinni yfir Ermarsundið fyrir klukkustund vegna veðurs. Mikið hvassviðri var á leiðinni og var líkamshiti hans kominn niður í þrjátíu og fimm gráður.

Benedikt var búinn að synda í rétt 10 tíma og var hann mjög þrekaður og kaldur eftir sundið. Líðan hans er þó ekki alvarleg. Hann var rúmlega hálfnaður með leiðina en hún er þrjátíu og tveir kílómetrar í loftlínu. Benedikt lagði af stað frá Dover í Englandi og synti í átt að Calais í Frakklandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×