Erlent

Gay Pride í 38. sinn í San Francisco

Samkynhneigðir fagna á götum San Francisco í maí þegar Hæstiréttur Kaliforníu felldi úr gildi lög um bann við hjónabandi samkynhneigðra.
Samkynhneigðir fagna á götum San Francisco í maí þegar Hæstiréttur Kaliforníu felldi úr gildi lög um bann við hjónabandi samkynhneigðra. MYND/AP

Lesbíur á vélhjólum, íklæddar brúðarkjólum, voru áberandi á götum San Fransico í gær en þá var svokallað Gay Pride haldið þar hátíðlegt í þrítugasta og áttunda sinn.

Mikill fjöldi var samankominn á götunum og bjuggust ferðamálayfirvöld í San Fransisco við því að aðsóknarmet að göngunni yrði slegið. Fjöldi hjúskaparvottorða var gefinn út á föstudag en hjónaband samkynhneigðra var heimilað með lögum í Kalíforníuríki þann 16. júní síðastliðinn. Gavin Newsom borgarstjóri í San Fransico var hylltur í Gay Pride göngunni fyrir þátt hans í að afnema lög um bann við hjónabandi samkynhneigðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×