Innlent

Stefnir í metfjölda kynferðisbrotamála hjá lögreglu á Selfossi

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi hefur fengið 26 kynferðisbrotamál til rannsóknar það sem af er ári og er það aukning frá fyrra ári sem var algjört metár.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að rannsókn sé lokið á 15 þeirra og þau hafi verið send til Ríkissaksóknara. Í tengslum við þessi mál hefur farið fram 21 dómsyfirheyrsla í Barnahúsi. Þess er getið að rannsóknardeildin rannsakar einnig kynferðisbrot sem koma upp í umdæmum lögreglustjóranna á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×