Innlent

Vörukarfan hækkar um nærri þrjú prósent í Bónus

Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í Bónus á milli verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ í annarri og þriðju viku júní. Nam hækkunin 2,7 prósentum.

Karfan hækkaði hins vegar um 1,9 prósent í verslunum Krónunnar og um tvö prósent í klukkubúðinni Samkaup-Strax. Í þessari nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ kemur enn fremur fram að verð vörukörfunnar hafi hækkað í öllum lágvöruverðsverslunum að Kaskó undanskilinni þar sem verðið var nánast óbreytt á milli vikna.

Fram kemur á heimasíðu ASÍ að 2,7 prósent hækkun í Bónus sé tikomin vegn hækkana á kjötvörum í körfunni en grænmeti og drykkjarvörur hækki einnig. Tæplega tvegggja prósenta hækkun Krónunnar má einnig rekja að mestu til hækkana á kjötvörum en einnig að nokkru leyti til hærra verðs á drykkjarvörum.

Í stórmörkuðum hækkaði vörukarfan í 0,8 prósent í Nóatúni og um 0,5 prósent í Hagkaupum á milli vikna en hún lækkaði hins vegar hjá Samkaupum-Úrvali um 1,5 prósent. Lækkunin stafar að mestu af lækkun á kjötvörum í körfunni en á móti vegur talsverð hækkun á hreinlætis- og snyrtivörum.

Í klukkubúðunum var lítil breyting á verði körfunnar á milli vikna hjá 10-11 og 11-11 en karfan hækkaði um tvö prósent í Samkaupum-Strax sem fyrr segir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×