Erlent

Forseti Sambíu fluttur á spítala

Frá óeirðum í Sambíu eftir að Mwanawasa náði kjöri þar sem forseti.
Frá óeirðum í Sambíu eftir að Mwanawasa náði kjöri þar sem forseti. MYND/AP

Levy Mwanawasa, forseti Sambíu, var fluttur í skyndingu á spítala í gær. Heimildir herma að Mwanawasa, sem er 59 ára gamall, hafi fundið fyrir miklum brjóstverkjum í gær en samkvæmt fréttastofu BBC var ástand hans stöðugt um miðnættið.

Gert er ráð fyrir að Mwanawasa mæti á ráðstefnu Afríkuríkja í dag til að ræða úrslit kosninganna í Zimbabwem, en Mwanawasa hefur gagnrýnt ríkisstjórn Mugabes forseta Zimbabwe harðlega og sagt að kosningarnar hafi verið ólýðræðislegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×