Erlent

Minnst 130 særðir í óeirðum í Mongólíu

Hermaður í Ulan Bator. Mynd/ AFP.
Hermaður í Ulan Bator. Mynd/ AFP.

Að minnsta kosti fjórir manns hafa látist í miklum mótmælum í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu, á undanförnum dögum. Að minnsta kosti 130 lögreglumenn og mótmælendur eru særðir og talið er að hundruðir hafi verið handteknir vegna mótmælanna.

Forseti landsins hefur lýst yfir neyðarástandi og í morgun var hluti af borginni lokaður af. Stjórnarandstæðingar mótmæla úrslitum úr kosningum sem fram fóru í landinu á sunnudaginn. Samkvæmt niðurstöðum kosninganna vann stjórnarflokkurinn í landinu yfirburðarsigur og fær 45 sæti í 76 manna þingi. Stjórnarandstæðingar segja að þessi niðurstaða hafi fengist með svikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×