Innlent

Réðst á lögreglu eftir að hafa lagt hendur á fyrrverandi sambýliskonu

Ráðist var á lögreglumenn í Vestmannaeyjum í síðustu viku þegar þeir voru kallaðir til vegna heimilisófriðar.

Fyrrverandi sambýlismaður konu sem býr í bænum hafði hafði ruðst inn í hús hennar og lagt á hana hendur. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn fyrir utan húsið og þegar ræða átti við manninn brást hann illa við og réðst á lögreglumennina sem þarna voru að störfum. Maðurinn var því handtekinn og færður í fangageymslu.

Þá réðst annar maður til inngöngu í annað hús í bænum og var með hótanir gagnvart húsráðanda. Mun ástæðan fyrir þessari uppákomu hafa verið áhyggjur þess sem ruddist inn að húsráðandi gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar varðandi húsakaupin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×