Enn bið á vegaúrbótum 11. ágúst 2008 18:32 Til stendur að bjóða út fyrsta áfanga í tvöföldun Suðurlandsvegar næsta vor en leiðin milli Selfoss og Hveragerðis verður þó látin bíða. Segja má að Sunnlendingar hafi beðið ein 46 ár eftir tvöföldun Suðurlandsvegar. Fyrsta áætlun um tvöföldun vegarins varð til árið 1962, í tíð Ingólfs Jónssonar landbúnaðar- og samgönguráðherra. Krafa um úrbætur hefur gerst æ háværari, hugmyndum um svokallaðan tveir plús einn veg hefur verið sópað af borðinu og Kristján L. Möller núverandi samgönguráðherra tekið af öll tvímæli um að byggður verði fjögurra akreina vegur. Nú fara á bilinu sex til níu þúsund bílar milli Reykjavíkur og Selfoss á degi hverjum. Frá árinu 1972 hafa sextíu og þrír látið þar lífið í umferðarslysum. Í fyrsta áfanga er um að ræða leiðina frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði þar sem sjö mislæg gatnamót munu rísa. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um fjármögnun og hönnun, en sú vinna er í gangi. Gera má ráð fyrir að verkið verði boðið út í fyrsta lagi næsta vor, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og að framkvæmdir standi yfir í um tvö ár. Suðurlandsvegur er um fimmtíu kílómetra langur en enn er á huldu hvenær ráðist verður í að tvöfalda hættulegasta vegarkaflann, rúma tólf kílómetra milli Hveragerðis og Selfoss þar sem flest banaslys og alvarleg umferðarslys hafa orðið í seinni tíð. Af þeim fimm banaslysum sem hafa orðið á Suðurlandsvegi frá því í fyrra hafa þrjú orðið á þessum kafla. Ástæða þess að ekki verður ráðist í hann fyrst er einfaldlega sú, að sögn Vegagerðarinnar, að skipulagsvinnan þar sé flóknari og tímafrekari. Sýslumaðurinn á Selfossi vill að hámarkshraði á vegarkaflanum milli Selfoss og Hveragerðis verði lækkaður úr 90 kílómetrum á klukkustund í sjötíu. Þessir rúmu tólf kílómetrar eru hættulegasti vegarkaflinn á Suðurlandsvegi þar sem flest alvarlegustu umferðarslysin hafa orðið. Tengdar fréttir Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir slys Búið er að opna Suðurlandsveg á ný en veginum var lokað eftir alvarlegt umferðarslys á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um hálftíu í morgun. 11. ágúst 2008 14:13 Alvarlega slasaðir eftir bílslys Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu. 11. ágúst 2008 09:43 Haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys Einum þeirra sem slösuðust í alvarlegu bílslysi á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu í morgun er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Þrír voru fluttir á slysadeild í Reykjavík eftir slysið, en hinir tveir eru ekki alvarlega slasaðir, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans. 11. ágúst 2008 11:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Til stendur að bjóða út fyrsta áfanga í tvöföldun Suðurlandsvegar næsta vor en leiðin milli Selfoss og Hveragerðis verður þó látin bíða. Segja má að Sunnlendingar hafi beðið ein 46 ár eftir tvöföldun Suðurlandsvegar. Fyrsta áætlun um tvöföldun vegarins varð til árið 1962, í tíð Ingólfs Jónssonar landbúnaðar- og samgönguráðherra. Krafa um úrbætur hefur gerst æ háværari, hugmyndum um svokallaðan tveir plús einn veg hefur verið sópað af borðinu og Kristján L. Möller núverandi samgönguráðherra tekið af öll tvímæli um að byggður verði fjögurra akreina vegur. Nú fara á bilinu sex til níu þúsund bílar milli Reykjavíkur og Selfoss á degi hverjum. Frá árinu 1972 hafa sextíu og þrír látið þar lífið í umferðarslysum. Í fyrsta áfanga er um að ræða leiðina frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði þar sem sjö mislæg gatnamót munu rísa. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um fjármögnun og hönnun, en sú vinna er í gangi. Gera má ráð fyrir að verkið verði boðið út í fyrsta lagi næsta vor, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og að framkvæmdir standi yfir í um tvö ár. Suðurlandsvegur er um fimmtíu kílómetra langur en enn er á huldu hvenær ráðist verður í að tvöfalda hættulegasta vegarkaflann, rúma tólf kílómetra milli Hveragerðis og Selfoss þar sem flest banaslys og alvarleg umferðarslys hafa orðið í seinni tíð. Af þeim fimm banaslysum sem hafa orðið á Suðurlandsvegi frá því í fyrra hafa þrjú orðið á þessum kafla. Ástæða þess að ekki verður ráðist í hann fyrst er einfaldlega sú, að sögn Vegagerðarinnar, að skipulagsvinnan þar sé flóknari og tímafrekari. Sýslumaðurinn á Selfossi vill að hámarkshraði á vegarkaflanum milli Selfoss og Hveragerðis verði lækkaður úr 90 kílómetrum á klukkustund í sjötíu. Þessir rúmu tólf kílómetrar eru hættulegasti vegarkaflinn á Suðurlandsvegi þar sem flest alvarlegustu umferðarslysin hafa orðið.
Tengdar fréttir Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir slys Búið er að opna Suðurlandsveg á ný en veginum var lokað eftir alvarlegt umferðarslys á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um hálftíu í morgun. 11. ágúst 2008 14:13 Alvarlega slasaðir eftir bílslys Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu. 11. ágúst 2008 09:43 Haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys Einum þeirra sem slösuðust í alvarlegu bílslysi á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu í morgun er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Þrír voru fluttir á slysadeild í Reykjavík eftir slysið, en hinir tveir eru ekki alvarlega slasaðir, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans. 11. ágúst 2008 11:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir slys Búið er að opna Suðurlandsveg á ný en veginum var lokað eftir alvarlegt umferðarslys á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um hálftíu í morgun. 11. ágúst 2008 14:13
Alvarlega slasaðir eftir bílslys Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu. 11. ágúst 2008 09:43
Haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys Einum þeirra sem slösuðust í alvarlegu bílslysi á Suðurlandsvegi á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um klukkan hálfttíu í morgun er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Þrír voru fluttir á slysadeild í Reykjavík eftir slysið, en hinir tveir eru ekki alvarlega slasaðir, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans. 11. ágúst 2008 11:45