Innlent

Borgarstjóri verðlaunaði fegurð í Reykjavík

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, með vinningshöfum í Höfða fyrr í dag.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, með vinningshöfum í Höfða fyrr í dag.

Á 222 ára afmæli Reykjavíkurborgar í dag afhenti Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, fegrunarviðurkenningar vegna fegurstu lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja, og endurbóta á eldri húsum í Reykjavík fyrir árið 2008. Athöfnin fór fram síðdegis í Höfða.

Viðurkenningar hlutu þrjár lóðir og þrjú hús. Lóðirnar eru Birkimelur 6, 6A og 6B, lóð Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu og lóð 1912 ehf. við Klettagarða 19.

Húsin eru Þingholtsstræti 7, Mjóahlíð 4 og 6 og Birkimelur 8, 8A og 8B.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×