Innlent

Ræðst á næstu dögum hver fær Laxá í Leirársveit á leigu

Byrjun laxveiðitímabilsins lofar góðu og er byrjunin í Laxá í Leirársveit betri en í fyrra. Á næstu dögum skýrist hver fær ána á leigu næstu þrjú árin, en Stangveiðifélag Reykjavíkur átti hæsta tilboðið.

Nú er verið að opna laxveiðiár landsins og veiðimenn komnir á stjá. Síðastliðið sumar var ekki gott fyrir laxveiðimenn og fóru þeir margir heim án þess að fá nokkra bröndu.

Nú vonast menn eftir góðu sumri og það þýðir ekki eins þurrt og sólríkt sumar og í fyrra. Laxá í Leirársveit er ein fegusta og besta laxveiðiá landsins. Þar voru menn komnir á stjá í vöðlum með stangir og auðvitað bjartsýnir á góða veiði.

Nýlega voru tilboð í veiðina í Laxá boðin út til þriggja ára frá og með næsta sumri. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með hæsta tilboðið og það kemur í ljós á næstunni hvort því tilboði verði tekið.

Fréttir af góðri byrjun berast úr Norðurá, Vatnsdalsá og Langá, þar veiddust 15 laxar í gær í miklu blíðviðri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×