Innlent

Gæsluvarðhald vegna meintra kynferðisbrota stytt um mánuð

MYND/GVA

Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fyrrverandi háskólakennara sem grunaður er um margítrekuð kynferðisbrot gegn börnum, þar með talið sínum eigin.

Héraðsdómur hafði úrskurðað hann í þriggja mánaða gæsluvarðhald, til 13. ágúst, en Hæstiréttur stytti þann úrskurð til 7. júlí. Maðurinn hefur þegar setið í rúman mánuð í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins.

Alls hafa níu manns lagt fram kæru á hendur manninum og barst sú síðasta fyrir helgi að sögn Björgvins Björgvinssonar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Brotin sem maðurinn er grunaður um að hafa framið ná yfir langt tímabil og eru nokkur þeirra talin fyrnd.

Maðurinn var þangað til nýlega kennari við Háskólann í Reykjavík en þar áður starfaði hann við grunnskóla á landsbyggðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×