Innlent

Eldsvoði í frumkvöðlasúpusetrinu Kokki á Höfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jón Sölvi og súpan.
Jón Sölvi og súpan. MYND/Sigurður Mar

„Það kviknaði í djúpsteikingarpotti en sem betur fer fór þetta betur en á horfðist," segir Jón Sölvi Ólafsson, matreiðslumaður og eigandi veitingahússins Kokks á Höfn í Hornafirði.

Vísir greindi frá því í síðustu viku að Jón Sölvi hefði tekið til við að bjóða upp á fyrstu „grípa með-humarsúpu" landsins á veitingastað sínum en í gærkvöldi klukkan átta kviknaði í djúpsteikingarpotti á staðnum og varð Jón Sölvi fyrir nokkru tjóni.

„Allar matvörur eru ónýtar og veggurinn fyrir aftan pottinn er skemmdur en annars þarf bara að þrífa," útskýrir Jón Sölvi sem stefnir gallvaskur á að opna aftur um helgina. Hann segir tjónið væntanlega nema um 800.000 krónum en vonir standi til að tryggingar bæti hluta af því.

Jón Sölvi hóf markaðssetningu humarsúpu sinnar á Humarhátíðinni á Höfn síðastliðinn föstudag og komust færri að en vildu þegar hann og hjálparkokkar hans kynntu þessa nýjung í bási á hátíðinni. Voru þeir, eins og Vísir greindi frá, nánast að drukkna í súpunni þar sem þeir dældu henni í súpuþyrstan pupulinn á bás sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×