Innlent

Benedikt Hjartarson synti Drangeyjarsund

Benedikt Hjartarson synti Drangeyjarsund í kvöld. Mynd/ skagafjordur.com
Benedikt Hjartarson synti Drangeyjarsund í kvöld. Mynd/ skagafjordur.com
Rétt fyrir klukkan átta í kvöld kom Benedikt Hjartarson sundkappi í land að Reykjum á Reykjarströnd eftir sund frá Drangeyjarfjöru.

Sundið tók Benedikt 2 klukkustundir og rúmar 36 mínútur betur. Ritstjóri Feykis, héraðsfréttablaðsins í Skagafirði, sagði við Vísi að Benedikt hefði lagt af stað eftir vinnu í morgun norður í Skagafjörð, klárað Drangeyjarsundið og hygðist svo mæta aftur í vinnu klukkan 4 í nótt. Benedikt er bakari og vinnur í Bakarí Austurberg í Breiðholti.



Benedikt varð fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsund fyrr í sumar. Eftir það sagði hann að hann vildi helst aldrei koma í sjó eða sundlaug aftur, en hefur snarlega skipt um skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×