Sport

Niðurskurður í framkvæmdum við íþróttamannvirki

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur tilkynnt stórfelldan niðurskurð í framkvæmdum til íþróttamannvirkja á næstu þremur árum og mun þetta setja áætlanir íþróttafélaga í Reykjavík í uppnám. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi eftir fund borgarstjórnar í dag.

Dagur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gengið rösklega fram í kosningaloforðum árið 2006 þar sem gríðarlegum fjárhæðum hafi verið lofað til uppbyggingar íþróttamannvirkja á árunum 2009-2011, en mikið vanti upp á að þetta hafi verið efnt.

Eins og staðan sé í dag sé útlit fyrir að niðurskurður í framlögum til íþróttaframkvæmda næstu þrjú ár verði umtalsverður og að líklega muni vanta fjóra milljarða upp á.

Þetta þýði að engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi, segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×