Lífið

Ekkert mál að spranga um á bikiní

Þetta er bara hluti af pakkanum, segir Katrín Dögg aðspurð hvernig henni leið á bikiní fyrir fullum sal af fólki.
Þetta er bara hluti af pakkanum, segir Katrín Dögg aðspurð hvernig henni leið á bikiní fyrir fullum sal af fólki.
Katrín Dögg til vinstri, Jóhanna Ungfrú Ísland 2007 í miðið og Fanney Lára til hægri MYND/Ungfrú Ísland

"Mér fannst þetta auðvitað bara ofsalega gaman allt saman og ég sé ekki eftir að hafa tekið þátt. Ég lærði mikið á sjálfa mig eftir keppnina," segir Katrín Dögg Sigurðardóttir sem lenti í 2. sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands í fyrra.

Var erfitt að spranga um á bikiní í fullum sal af fólki? "Já en samt alls ekki. Kannski er það bara tilhugsunin en mér fannst þetta ekkert erfitt. Þetta bara hluti af pakkanum. Mér finnst þessar keppnir geta verið mjög jákvæðar á allan hátt, sérstaklega ef viðkomandi hefur þroska til að takast á við þetta verkefni sem keppnin er."

Áttu góð ráð fyrir keppendur Ungfrú Ísland? "Ég myndi benda stelpunum á að vera samviskusamar en njóta þess líka því þetta er svo skemmtilegur og lærdómsríkur tími og muna að það sem skiptir öllu máli er að geisla af sjálfsöryggi því það skilar sér beint til dómnefndar og svo fyrst og fremst vera þær sjálfar. Keppnin snýst fyrst og fremst um það að keppa við sjálfan sig en ekki stelpuna sem stendur við hliðina á manni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.