Erlent

Metfé fékkst fyrir málverk eftir Lucian Freud

Stór mynd af sofandi nakinni konu sem máluð var af Lucian Freud var seld fyrir metfé á uppboði hjá Christie í New York í gær.

Myndin var slegin á tæplega 34 milljónir dollara eða sem svarar um 2,4 milljörðum króna. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir listamann sem enn er á lífi.

Þetta er í fyrsta sinn sem mynd þessi fer á uppboð en hún sýnir skrifstofustúlkuna Sue Tilley, oft kölluð Stóra Sue, sofandi á sófa. Stóra Sue sat oft fyrir hjá Freud í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×