Erlent

Obama leiðir kapphlaupið með fimm prósentustigum

Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.
Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.

Væri kosið í dag um forseta Bandaríkjanna myndi Barack Obama sigra með 47 prósentum gegn 42 prósentum John McCain. Þetta leiðir ný könnun Reuters-fréttastofunnar í ljós.

Samkvæmt könnunni er staða Obama einkar sterk meðal óflokksbundinna kjósenda og hjá kvenkyns kjósendum en sérfræðingar telja þetta lykilhópa í kosningunum sem fara fram í nóvember.

Aftur á móti er það áhyggjuefni fyrir Obama að líklegir kjósendur telja reynsluleysi hans gæti reynst honum erfiður ljár í þúfu. Könnunin sýndi einnig að margir kjósendur setja aldur McCain ekki eins mikið fyrir sig og áður var talið en sigri McCain verður hann elsti maðurinn til að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×