Afdráttarlaust! 6. desember 2008 06:00 Það kann að skjóta skökku við um þessar mundir þegar einhverjir stinga niður penna til að skrifa um annað en efnahagsástandið, enda er fátt annað fréttnæmt. En þær vöktu samt athygli mína fréttirnar af nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup lét nýverið gera um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Könnunin sýnir afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar við að flugvöllur verði áfram á sínum stað í Vatnsmýrinni. Í ljós kemur að 70% Íslendinga styðja núverandi staðsetningu vallarins. Stuðningur Reykvíkinga er líka afgerandi eða 64%. Þetta eru mjög ánægjulegar niðurstöður sem sýna að stuðningurinn hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Einnig er athyglisvert að sjá skiptinguna eftir afstöðu til stjórnmálaflokkanna en í öllum flokkum er stuðningurinn við flugvöllinn í Vatnsmýri afgerandi, ef frá er talin Samfylkingin, þar sem þó helmingur er fylgjandi því að völlurinn verði áfram á sínum stað. Þarf frekari vitnanna við? Vestfirsk samstaða um flugvöll í VatnsmýriUndirrituð er í hópi þeirra sem hafa talað fyrir óbreyttri staðsetningu vallarins og í sama streng hafa tekið sveitarstjórnarmenn á öllum Vestfjörðum. Við höfum ályktað um mikilvægi vallarins og nú síðast á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem var haldið á Reykhólum í haust. Rökin fyrir staðsetningu vallarins eru fjöldamörg og ætla ég ekki að tíunda þau öll hér því svo virðist sem þjóðin hafi heyrt þann rökstuðning hátt og skýrt. Það er líka sérstakt fagnaðarefni að Reykvíkingar skuli taka svo skýra afstöðu með vellinum í Vatnsmýri og sýnir það í hnotskurn að þeir eru meðvitaðir um ábyrgð og hlutverk höfuðborgarinnar. Flugið skiptir okkur miklu máliTölurnar tala sínu máli og umferð um völlinn í Vatnsmýri hefur aukist ár frá ári. Á þessu ári má ætla að hátt í 500 þúsund farþegar fari um völlinn og þar af eru ríflega 50 þúsund sem ferðast á flugleiðinni til og frá Ísafirði. Þá eru ótaldir farþegar í áætlunarflugi til Bíldudals og Gjögurs en það vill stundum gleymast að flugið er oft mikilvægasta og jafnvel eina samgönguleið íbúa í þeim landshlutum, þ.e. á sunnanverðum Vestfjörðum og í Árneshreppi, þegar landleiðin lokast um lengri og skemmri tíma.Hagsmunir okkar Vestfirðinga eru því miklir og fara saman við hagsmuni fólks víða um land, enda er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna og Reykjavíkurflugvöllur ein mikilvægasta tenging landsbyggðarfólks við borgina sína. En hagsmunir Reykjavíkur eru ekki síður miklir og nægir að benda á að um 600 manns starfa við ýmislegt sem tengist flugrekstrinum í Vatnsmýri. Nú þarf að taka af skariðÞað er von mín að borgaryfirvöld taki mark á jafn afgerandi skoðanakönnun og þessari, ekki síst vegna þess að í ljósi efnahagsástandsins væri það ábyrgðarhlutur að stuðla að því að byggja þyrfti upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi milljarðakostnaði fyrir ríkissjóð. Sjálf held ég að það sé út úr myndinni að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur en þess í stað hafa ýmsir horft til þess að finna annað flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu. Ég teldi skynsamlegast að þeirri leit yrði nú hætt og í staðinn tækju ríki og borg, sem eigendur flugvallarlandsins, endanlega af skarið og sammæltust um að tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Það verður best gert með því að byggja hið fyrsta nútímalega samgöngumiðstöð við völlinn, sem verður höfuðborginni til mikils sóma, samhliða því að festa völlinn í sessi í aðalskipulagi. Þá yrði þetta gamla þrætuepli frá og vilji þorra Íslendinga virtur.Höfundur er forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og varaformaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það kann að skjóta skökku við um þessar mundir þegar einhverjir stinga niður penna til að skrifa um annað en efnahagsástandið, enda er fátt annað fréttnæmt. En þær vöktu samt athygli mína fréttirnar af nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup lét nýverið gera um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Könnunin sýnir afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar við að flugvöllur verði áfram á sínum stað í Vatnsmýrinni. Í ljós kemur að 70% Íslendinga styðja núverandi staðsetningu vallarins. Stuðningur Reykvíkinga er líka afgerandi eða 64%. Þetta eru mjög ánægjulegar niðurstöður sem sýna að stuðningurinn hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Einnig er athyglisvert að sjá skiptinguna eftir afstöðu til stjórnmálaflokkanna en í öllum flokkum er stuðningurinn við flugvöllinn í Vatnsmýri afgerandi, ef frá er talin Samfylkingin, þar sem þó helmingur er fylgjandi því að völlurinn verði áfram á sínum stað. Þarf frekari vitnanna við? Vestfirsk samstaða um flugvöll í VatnsmýriUndirrituð er í hópi þeirra sem hafa talað fyrir óbreyttri staðsetningu vallarins og í sama streng hafa tekið sveitarstjórnarmenn á öllum Vestfjörðum. Við höfum ályktað um mikilvægi vallarins og nú síðast á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem var haldið á Reykhólum í haust. Rökin fyrir staðsetningu vallarins eru fjöldamörg og ætla ég ekki að tíunda þau öll hér því svo virðist sem þjóðin hafi heyrt þann rökstuðning hátt og skýrt. Það er líka sérstakt fagnaðarefni að Reykvíkingar skuli taka svo skýra afstöðu með vellinum í Vatnsmýri og sýnir það í hnotskurn að þeir eru meðvitaðir um ábyrgð og hlutverk höfuðborgarinnar. Flugið skiptir okkur miklu máliTölurnar tala sínu máli og umferð um völlinn í Vatnsmýri hefur aukist ár frá ári. Á þessu ári má ætla að hátt í 500 þúsund farþegar fari um völlinn og þar af eru ríflega 50 þúsund sem ferðast á flugleiðinni til og frá Ísafirði. Þá eru ótaldir farþegar í áætlunarflugi til Bíldudals og Gjögurs en það vill stundum gleymast að flugið er oft mikilvægasta og jafnvel eina samgönguleið íbúa í þeim landshlutum, þ.e. á sunnanverðum Vestfjörðum og í Árneshreppi, þegar landleiðin lokast um lengri og skemmri tíma.Hagsmunir okkar Vestfirðinga eru því miklir og fara saman við hagsmuni fólks víða um land, enda er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna og Reykjavíkurflugvöllur ein mikilvægasta tenging landsbyggðarfólks við borgina sína. En hagsmunir Reykjavíkur eru ekki síður miklir og nægir að benda á að um 600 manns starfa við ýmislegt sem tengist flugrekstrinum í Vatnsmýri. Nú þarf að taka af skariðÞað er von mín að borgaryfirvöld taki mark á jafn afgerandi skoðanakönnun og þessari, ekki síst vegna þess að í ljósi efnahagsástandsins væri það ábyrgðarhlutur að stuðla að því að byggja þyrfti upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi milljarðakostnaði fyrir ríkissjóð. Sjálf held ég að það sé út úr myndinni að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur en þess í stað hafa ýmsir horft til þess að finna annað flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu. Ég teldi skynsamlegast að þeirri leit yrði nú hætt og í staðinn tækju ríki og borg, sem eigendur flugvallarlandsins, endanlega af skarið og sammæltust um að tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Það verður best gert með því að byggja hið fyrsta nútímalega samgöngumiðstöð við völlinn, sem verður höfuðborginni til mikils sóma, samhliða því að festa völlinn í sessi í aðalskipulagi. Þá yrði þetta gamla þrætuepli frá og vilji þorra Íslendinga virtur.Höfundur er forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og varaformaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun