Erlent

Mugabe lýstur sigurvegari kosninganna í dag

Robert Mugabe verður lýstur sigurvegari kosninganna í Zimbabwe í dag. Hann var einn í framboði í seinni umferð kosninganna og segir að hann hafi sigrað í öllum kjördæmum.

Blað í eigu flokks hans segir að kosningaþátttaka hafi verið mjög góð, en alþjóðlegar fréttastofur fullyrða að hún hafi verið dræm, þrátt fyrir hótanir um ofbeldi mættu menn ekki á kjörstað.

Utanríkisráðherrar Afríkuríkja eru andvígir því að refsiaðgerðum verði beitt geng Zimbabwe, eins og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lagt til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×