Erlent

Dauðarefsing ekki heimiluð yfir þeim sem nauðga börnum

Mörg ríki Bandaríkjanna beita enn dauðarefsingum fyrir morð.
Mörg ríki Bandaríkjanna beita enn dauðarefsingum fyrir morð.

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ríki landsins gætu ekki beitt dauðarefsingu sem hegningu fyrir nauðgunarbrot gegn börnum.

Þetta var fyrsti úrskurður réttarins í um 30 ár sem snýr að því hvort heimila megi dauðarefsingar fyrir önnur brot en morð. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins, en fimm dómarar af níu vildu ekki heimila dauðarefsingar yfir þeim sem beita börn kynferðisofbeldi. Slíkt gengi gegn ákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna um bann við illri og óvenjulegri refsingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×