Lífið

Miðum bætt við á Clapton tónleika

2000 auka miðar verða seldir á tónleika Erics Claptons í Egilshöll þann 8. ágúst næstkomandi. Fyrsta hálftímann eftir að forsala miðanna hófst fyrir tæpri viku seldust átta þúsund miðar. Á laugardaginn höfðu 10.500 manns tryggt sér miða og var þá lokað fyrir sölu enda upphaflegu takmarki skipuleggjanda í forsölu náð.

Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að sökum þessara viðbragða hafi verið ákveðið að bæta við 2.000 miðum á aftara svæði Egilshallar sem fara í sölu á morgun á midi.is og afgreiðslustöðum. Þá segir að þrátt fyrir að miðunum verði fjölgað muni ekki væsa um tónleikagesti. Öllu jöfnu geti Egilshöllin tekið á móti 18.000 gestum en skipuleggjendur vilja leggja áherslu á það að einungis verða seldir 12.500 miðar svo vel fari um alla þetta föstudagskvöld í ágúst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.