Lífið

Lýsa Vestmannaeyjar yfir sjálfstæði?

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Elliða líst ekki illa á hugmyndir um sjálfstæðar Vestmannaeyjar.
Elliða líst ekki illa á hugmyndir um sjálfstæðar Vestmannaeyjar.
Von hefur kviknað í brjóstum þegna margra smáríkja í kjölfar þess að Kosovo lýsti einhliða yfir sjálfstæði í gær. Ríkisstjórnir Rúmeníu, Spánar, Indlands, Rússlands og Kína eru meðal þeirra sem skjálfa nú á beinunum yfir því að íbúar Transnistríu, Baskalands, Nagalands og hinna og þessa -stana taki sig til og feti í fótspor Kosovo.

En Ísland?

„Jú, það er aldrei að vita nema við hugleiðum þetta," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við erum tekjuhátt samfélag og sjálfum okkur nóg með flest. Menn hafa jafnvel velt fyrir sér „hostile takeover" á fastalandinu," segir Elliði og hlær.

Hann bætir við að að öllu gamni slepptu hafi hugmyndir um sjálfstæði eyjanna skotið upp kollinum öðru hvoru. Þær hafi til að mynda verið ræddar af fullri alvöru innan stjórnkerfis Vestmannaeyja fyrir 10-15 árum síðan. Vestmannaeyjar gætu þá haft svipaða stöðu gagnvart Íslandi og Isle of Wight hefur gagnvart Bretlandi.

Elliði segir þær hugmyndir í sjálfu sér ekki svo galnar. „Vestmannaeyjar eru mjög tekjuhátt bæjarfélag og atvinnulífið stendur hér feiknarsterkum fótum. Okkur svíður skattlagning á ýmsum sviðum eins og til að mynda með veiðigjaldinu," segir Elliði. „Þetta eru allt vangaveltur sem eru þess virði að skoða." segir hann og bætir við að þetta sé þó í bili ekki til neinnar formlegrar umfjöllunar annars staðar en á kaffistofum bæjarins.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.