Lýsa Vestmannaeyjar yfir sjálfstæði? Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 18. febrúar 2008 16:20 Elliða líst ekki illa á hugmyndir um sjálfstæðar Vestmannaeyjar. Von hefur kviknað í brjóstum þegna margra smáríkja í kjölfar þess að Kosovo lýsti einhliða yfir sjálfstæði í gær. Ríkisstjórnir Rúmeníu, Spánar, Indlands, Rússlands og Kína eru meðal þeirra sem skjálfa nú á beinunum yfir því að íbúar Transnistríu, Baskalands, Nagalands og hinna og þessa -stana taki sig til og feti í fótspor Kosovo. En Ísland? „Jú, það er aldrei að vita nema við hugleiðum þetta," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við erum tekjuhátt samfélag og sjálfum okkur nóg með flest. Menn hafa jafnvel velt fyrir sér „hostile takeover" á fastalandinu," segir Elliði og hlær. Hann bætir við að að öllu gamni slepptu hafi hugmyndir um sjálfstæði eyjanna skotið upp kollinum öðru hvoru. Þær hafi til að mynda verið ræddar af fullri alvöru innan stjórnkerfis Vestmannaeyja fyrir 10-15 árum síðan. Vestmannaeyjar gætu þá haft svipaða stöðu gagnvart Íslandi og Isle of Wight hefur gagnvart Bretlandi. Elliði segir þær hugmyndir í sjálfu sér ekki svo galnar. „Vestmannaeyjar eru mjög tekjuhátt bæjarfélag og atvinnulífið stendur hér feiknarsterkum fótum. Okkur svíður skattlagning á ýmsum sviðum eins og til að mynda með veiðigjaldinu," segir Elliði. „Þetta eru allt vangaveltur sem eru þess virði að skoða." segir hann og bætir við að þetta sé þó í bili ekki til neinnar formlegrar umfjöllunar annars staðar en á kaffistofum bæjarins. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Von hefur kviknað í brjóstum þegna margra smáríkja í kjölfar þess að Kosovo lýsti einhliða yfir sjálfstæði í gær. Ríkisstjórnir Rúmeníu, Spánar, Indlands, Rússlands og Kína eru meðal þeirra sem skjálfa nú á beinunum yfir því að íbúar Transnistríu, Baskalands, Nagalands og hinna og þessa -stana taki sig til og feti í fótspor Kosovo. En Ísland? „Jú, það er aldrei að vita nema við hugleiðum þetta," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við erum tekjuhátt samfélag og sjálfum okkur nóg með flest. Menn hafa jafnvel velt fyrir sér „hostile takeover" á fastalandinu," segir Elliði og hlær. Hann bætir við að að öllu gamni slepptu hafi hugmyndir um sjálfstæði eyjanna skotið upp kollinum öðru hvoru. Þær hafi til að mynda verið ræddar af fullri alvöru innan stjórnkerfis Vestmannaeyja fyrir 10-15 árum síðan. Vestmannaeyjar gætu þá haft svipaða stöðu gagnvart Íslandi og Isle of Wight hefur gagnvart Bretlandi. Elliði segir þær hugmyndir í sjálfu sér ekki svo galnar. „Vestmannaeyjar eru mjög tekjuhátt bæjarfélag og atvinnulífið stendur hér feiknarsterkum fótum. Okkur svíður skattlagning á ýmsum sviðum eins og til að mynda með veiðigjaldinu," segir Elliði. „Þetta eru allt vangaveltur sem eru þess virði að skoða." segir hann og bætir við að þetta sé þó í bili ekki til neinnar formlegrar umfjöllunar annars staðar en á kaffistofum bæjarins.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira