Lífið

Vonast til að ráðherra syngi "I Walk the line"

Hugsjónarmaðurinn Bubbi Morthens.
Hugsjónarmaðurinn Bubbi Morthens.

Forsætisráðherra, Geir Haarde, hyggst taka þátt í tónleikum sem Bubbi Morthens ætlar að halda í Austurbæ eftir viku undir yfirskriftinni „Bræður og systur gegn fordómum." Bubbi skoraði á Geir að taka þátt í viðtali í gær.

„Mér finnst þetta vera flott framtak hjá honum og gott að hann skuli gefa sér tíma í þetta. Það sýnir líka að menn eru að taka þetta alvarlega," segir Bubbi. Hann væntir þess að Geir troði upp með South River Band. Því megi allt eins vonast til þess að hann taki lagið "I Walk the line".

Bubbi segist vonast til þess að sem flestir taki afstöðu gegn fordómum. „Ég vona bara að skólarnir taki á þessu þannig að börn geti lært að við erum öll bræður og systur. Svo vona ég bara að Pólverjar flykkist á tónleikana," segir Bubbi.

Umboðsmaður Bubba segir að þeim fjölgi sífellt sem séu tilbúnir að leggja málefninu lið og vel á þriðja hundrað póstar auk símatala hafi borist síðan í gær með tilboðum um aðstoð við þrif, gæslu og aðra aðstoð við undirbúning tónleikanna.

Tónleikarnir verða miðvikudaginn 20.febrúar í Austurbæ og verður aðgangur ókeypis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.