Árni bæjarstjóri kvaddur Hilmar Jónsson skrifar 11. febrúar 2008 13:29 Nú syrtir í álinn fyrir Árna bæjarstjóra. Hefurðu komið á efri hæð Sparisjóðsins við Tjarnargötu þar sem bæjarskrifstofurnar eru til húsa? Þar er nú hrúgað saman þrem til fjórum starfsmönnum í hvert herbergi. Annað eins ástand hefur ekki komið upp í Keflavík eða Njarðvík enda sveitarfélagið nú eignalaust utan hlutar þess í Hitaveitunni. Hvar er nú kraftaverkamaðurinn frá Vestmannaeyjum? En þetta er bara hluti af vandanum. Hefurðu orðið var við að verk séu boðin út hjá bænum í seinni tíð og samkvæmt stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? Nei, þau eru færð Fasteign eða Nesprýði. Og hvaða trakteringar fá þeir sem sýna velvilja, gefa gjafir? Þeim er sýndur dónaskapur af verstu gerð. Dæmi: Byggðasafnið á Vatnsnesi hefur verið lokað í langan tíma. Það var gjöf ekkju Jóhanns Guðnasonar til bæjarins. Ættingjar Bjarnfríðar eru ekki hressir og hafa leitað til lögfræðings. Mér finnst að á Vatnsnesi eigi að rísa svipað hverfi og á Akranesi. Uppbygging á Vatnsnesi var vilji og heitasta ósk heiðursmannanna: Ólafs Þorsteinssonar, Skafta Friðfinnssonar og Guðleifs Sigurjónsonar. Og hvað með heilbrigðismálin? Þau eru svo sannarlega ekki efst á lista Árna Sigfússonar. Það var Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi, sem tók af skarið á frægum fundi á Flughóteli, þegar við forystumenn eldri borgara afhentum um 2.200 mótmæli vegna óviðunandi ástands í hjúkrunar og heilbrigðismálum á svæðinu. Böðvar sagði: Það er útilokað að hundsa svona víðtæk mótmæli. Á ekki að auglýsa stöður hjá bænum. Nei segir Árni, þær eru til að verðlauna flokksgæðinga. Dæmi: Ragnar Örn Pétursson. Fyrst var hann ráðinn forvarnarfulltrúi, síðan Íþrótta- og tómstundafulltrúi. Í hvorugt skiptið var staðan auglýst en hér á í hlut kosningasmali fyrir flokkinn - maður sem á að baki óglæsilegan feril svo ekki sé meira sagt. Lokaorð. Ég tel mig ekki hafa verið fordómafullan gagnvart Árna Sigfússyni í upphafi ferils hans hér. Sigfús, faðir hans var skólabróðir minn úr Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og við höfðum töluvert samband. Ingibjörg Johnsen, frænka Árna, var stúkufélagi í bindindishreyfingunni. Þess vegna hélt ég að ég fengi hljómgrunn fyrir mín áhugamál, menningarmál og málefni aldraðra. Því var ekki að heilsa. Sjálfstæðismenn undir forystu Árna sýndu til dæmis málum aldraðra fullkomið tómlæti. Á opnum fundi í Stapa um þau mál komu bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og gamlir oddvitar Sjálfstæðismanna eins og Tómas Tómasson En lið Árna var allt fjarverandi. Sama er uppi á teningunum í menningarmálum. Mér blöskrar framkoman í Vatnsnesmálinu. Og enginn áhugi er fyrir áframhaldi á sögu Keflavíkur. Framgangan í Hitaveitunni þar sem Grindavík og Vogar hafa myndað bandalag með Hafnarfirð og spillingin við úthlutun á aðstöðu til vina og flokksfélaga á Keflavíkurflugvelli, nær engu tali. Nú er mælirinn fullur: Því fyrr sem Árni yfirgefur sitt sæti því betra fyrir hans flokk og íbúa alls svæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú syrtir í álinn fyrir Árna bæjarstjóra. Hefurðu komið á efri hæð Sparisjóðsins við Tjarnargötu þar sem bæjarskrifstofurnar eru til húsa? Þar er nú hrúgað saman þrem til fjórum starfsmönnum í hvert herbergi. Annað eins ástand hefur ekki komið upp í Keflavík eða Njarðvík enda sveitarfélagið nú eignalaust utan hlutar þess í Hitaveitunni. Hvar er nú kraftaverkamaðurinn frá Vestmannaeyjum? En þetta er bara hluti af vandanum. Hefurðu orðið var við að verk séu boðin út hjá bænum í seinni tíð og samkvæmt stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? Nei, þau eru færð Fasteign eða Nesprýði. Og hvaða trakteringar fá þeir sem sýna velvilja, gefa gjafir? Þeim er sýndur dónaskapur af verstu gerð. Dæmi: Byggðasafnið á Vatnsnesi hefur verið lokað í langan tíma. Það var gjöf ekkju Jóhanns Guðnasonar til bæjarins. Ættingjar Bjarnfríðar eru ekki hressir og hafa leitað til lögfræðings. Mér finnst að á Vatnsnesi eigi að rísa svipað hverfi og á Akranesi. Uppbygging á Vatnsnesi var vilji og heitasta ósk heiðursmannanna: Ólafs Þorsteinssonar, Skafta Friðfinnssonar og Guðleifs Sigurjónsonar. Og hvað með heilbrigðismálin? Þau eru svo sannarlega ekki efst á lista Árna Sigfússonar. Það var Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi, sem tók af skarið á frægum fundi á Flughóteli, þegar við forystumenn eldri borgara afhentum um 2.200 mótmæli vegna óviðunandi ástands í hjúkrunar og heilbrigðismálum á svæðinu. Böðvar sagði: Það er útilokað að hundsa svona víðtæk mótmæli. Á ekki að auglýsa stöður hjá bænum. Nei segir Árni, þær eru til að verðlauna flokksgæðinga. Dæmi: Ragnar Örn Pétursson. Fyrst var hann ráðinn forvarnarfulltrúi, síðan Íþrótta- og tómstundafulltrúi. Í hvorugt skiptið var staðan auglýst en hér á í hlut kosningasmali fyrir flokkinn - maður sem á að baki óglæsilegan feril svo ekki sé meira sagt. Lokaorð. Ég tel mig ekki hafa verið fordómafullan gagnvart Árna Sigfússyni í upphafi ferils hans hér. Sigfús, faðir hans var skólabróðir minn úr Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og við höfðum töluvert samband. Ingibjörg Johnsen, frænka Árna, var stúkufélagi í bindindishreyfingunni. Þess vegna hélt ég að ég fengi hljómgrunn fyrir mín áhugamál, menningarmál og málefni aldraðra. Því var ekki að heilsa. Sjálfstæðismenn undir forystu Árna sýndu til dæmis málum aldraðra fullkomið tómlæti. Á opnum fundi í Stapa um þau mál komu bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og gamlir oddvitar Sjálfstæðismanna eins og Tómas Tómasson En lið Árna var allt fjarverandi. Sama er uppi á teningunum í menningarmálum. Mér blöskrar framkoman í Vatnsnesmálinu. Og enginn áhugi er fyrir áframhaldi á sögu Keflavíkur. Framgangan í Hitaveitunni þar sem Grindavík og Vogar hafa myndað bandalag með Hafnarfirð og spillingin við úthlutun á aðstöðu til vina og flokksfélaga á Keflavíkurflugvelli, nær engu tali. Nú er mælirinn fullur: Því fyrr sem Árni yfirgefur sitt sæti því betra fyrir hans flokk og íbúa alls svæðisins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar