Innlent

Eldur í gámi í Mosfellsbæ

Eldur gaus upp í gámi í grennd við Bónusverslunina í Mosfellsbæ um klukkan fjögur í nótt. Hann var orðinn magnaður þegar slökkvilið kom á vettvang, en vel gekk að slökkva eldinn, sem ekki náði að teygja sig i neitt í grenndinni. Talilð er full víst að kveikt hafi verið í honum, en brennuvargurinn eða vargarnir eru ófundnir.

Töluvert tjón varð á íbúðarhúsnæði við Framnesveg í gærkvöldi, þegar frárennsli stíflaðist og vatn fór að flæða um gólfin. Slökkviliðið var hvatt á vettvang og dældi vatninu út, en síðan var kallað á hreinsibíl til að losa stífluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×