Við treystum ykkur ekki 7. desember 2008 04:00 Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina var nýverið felld á Alþingi. Stjórnarliðar hristu hausinn yfir þessu áhlaupi minnihlutans, glottu út í annað og fóru svo heim og sofnuðu svefni hinna samviskulausu. En það kemur dagur eftir þennan dag. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi ákveðið að fella vantrauststillögu á sig sjálfa, stendur vantraust þjóðarinnar enn. Krafan er skýr: Við viljum fá að kjósa! Það er ljóst að fólkið í landinu vill ríkisstjórnina burt og fá eitthvað að segja um eigin framtíð. Viku eftir viku hafa þúsundir höfuðborgarbúa á Austurvöll og heimtað að lýðræðið verði lífgað við. Fólk á landsbyggðinni kemur einnig saman og krefst þess sama, þrátt fyrir að þeirra egg drífi kannski síður að Alþingishúsinu. Morðingjar lýðræðisins skjóta hins vegar skollaeyrum við þessum kröfum, hagræða sér í valdastólunum og þegja þunnu hljóði. Sama hversu langt þau ganga í að niðurlægja, svívirða, ræna og rupla, kemur fólkið að luktum dyrum, líkt og því komi eigin framtíð ekki við. Reyni fólk að komast inn fyrir, í von um svör, er það jafnvel barið niður af skósveinum valdsins. Ríkisstjórn sem ber virðingu fyrir fólkinu í landinu lokar ekki dyrunum og skellir í lás þegar krafist er svara. Hún hlustar á kröfur fólksins og skoðanir. Óttinn við valdamissi virðist vera það eina sem knýr óstjórn Geirs Hilmars áfram, þó að skýringarnar sem þjóðin fær séu aðrar. Heyrst hefur að það þyki til dæmis óheppilegt að kjósa á aðventunni. Ef svo er, þá er kominn tími til að forgangsraða og fresta bara jólunum fram yfir kosningar. Kjósum okkur nýja ríkisstjórn sem fyrst og jöplum síðan á kapítalistasvíninu og lepjum jólaöl, örlítið sáttari við lífið og tilveruna. Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina var nýverið felld á Alþingi. Stjórnarliðar hristu hausinn yfir þessu áhlaupi minnihlutans, glottu út í annað og fóru svo heim og sofnuðu svefni hinna samviskulausu. En það kemur dagur eftir þennan dag. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi ákveðið að fella vantrauststillögu á sig sjálfa, stendur vantraust þjóðarinnar enn. Krafan er skýr: Við viljum fá að kjósa! Það er ljóst að fólkið í landinu vill ríkisstjórnina burt og fá eitthvað að segja um eigin framtíð. Viku eftir viku hafa þúsundir höfuðborgarbúa á Austurvöll og heimtað að lýðræðið verði lífgað við. Fólk á landsbyggðinni kemur einnig saman og krefst þess sama, þrátt fyrir að þeirra egg drífi kannski síður að Alþingishúsinu. Morðingjar lýðræðisins skjóta hins vegar skollaeyrum við þessum kröfum, hagræða sér í valdastólunum og þegja þunnu hljóði. Sama hversu langt þau ganga í að niðurlægja, svívirða, ræna og rupla, kemur fólkið að luktum dyrum, líkt og því komi eigin framtíð ekki við. Reyni fólk að komast inn fyrir, í von um svör, er það jafnvel barið niður af skósveinum valdsins. Ríkisstjórn sem ber virðingu fyrir fólkinu í landinu lokar ekki dyrunum og skellir í lás þegar krafist er svara. Hún hlustar á kröfur fólksins og skoðanir. Óttinn við valdamissi virðist vera það eina sem knýr óstjórn Geirs Hilmars áfram, þó að skýringarnar sem þjóðin fær séu aðrar. Heyrst hefur að það þyki til dæmis óheppilegt að kjósa á aðventunni. Ef svo er, þá er kominn tími til að forgangsraða og fresta bara jólunum fram yfir kosningar. Kjósum okkur nýja ríkisstjórn sem fyrst og jöplum síðan á kapítalistasvíninu og lepjum jólaöl, örlítið sáttari við lífið og tilveruna. Höfundur er kjósandi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun