Innlent

Hefur verið í farbanni í 20 mánuði

Andri Ólafsson skrifar

Hæstiréttur staðfesti í vikunni farbannsúrskurð héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er umfangsmikil efnhagsbrot. Maðurinn hefur verið í farbanni í 20 mánuði.

Viggó Þór Þórisson hefur sætt farbanni síðan í apríl í fyrra en lögfróðir menn segja fullvíst að enginn íslendingur hafi sætt farbanni jafnlengi. Viggó var framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna og er grunaður um að hafa misnotað aðstöðu sínar þar til þess að falsa bankaábyrgðir fyrir tugi milljarða króna, þar á meðal er fölsuð staðfesting þess efnis að á að inn á tilteknum reikningi verðbréfaþjónustunnar sé innistæða upp á einar 200 milljónir Bandaríkjadala.

Það er efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra sem fer með rannsókn málsins en hún hefur tafist nokkuð þar sem málið er flókið og teygir anga sína víða. Leitast hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ermasundseyjum og Filipseyjum og hefur bandaríksur alríkisfulltúi meðal annars verið fenginn til að yfirheyra vitni í bandaríkjunum vegna þess.

Efnahagsbrotadeildin fer fram á farbann þar sem fulltrúar hennar telja hættu að Viggó reyni að komast úr landi og bendir á því til stuðnings að hann hafi verið búsettur í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hann eigi ættingja.

Allt að sex ára fangelsi liggur við meintum brotum Viggós, verði hann sakfelldur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×