Erlent

Stjórnarformaður SAS styrkir norræna menningu

Danski athafnamaðurinn og milljarðamæringurinn Fritz Schur ætlar að gefa hluta auðæfa sinna til norrænnar menningar.

Schur er stjórnarformaður SAS og hefur verið orðaður við stjórnarformennsku hjá sameinaðri póstþjónustu Svíþjóðar og Danmerkur. Hann segir í samtali við Dagens Nyheder að norrænt samstarf sé honum mjög mikilvægt.

Schur á meðal annars Christiansholms höll, mjög sérstaka fasteign rétt utan við Kaupmannahöfn. Hann ráðgerir að gera höllina að stofnun þar sem norrænir lista- og vísindamenn geta dvalið. Norræni menningarsjóðurinn er jákvæður gagnvart þessari ráðagerð og segir framkvæmdastjóri sjóðsins að framtak af þessu tagi sé að sjálfsögðu vel þegið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×