Ríkið taki af skarið um erlendu lánin 22. desember 2008 04:00 Ragnar Sær Ragnarsson. Ríkisbankarnir treysta sér ekki til að taka ákvörðun um hvernig komið skuli til móts við myntkörfuskuldara, þar ríkir algjör ákvörðunarfælni. Því þurfa stjórnvöld að taka af skarið og skera úr um hvernig þetta verði gert. Þetta segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Þjóðhags. Hann hefur kynnt hugmyndir um fastar afborganir á erlendum lánum, í félagi við Sverri Geirdal ráðgjafa. Eftir yfirtöku bankanna beindi ríkið þeim tilmælum til banka að skuldurum yrði boðið upp á frystingu erlendra húsnæðislána í fjóra til sex mánuði. Ragnar telur að þetta hafi verið nauðsynlegt, því annars væru afborganir um tvöfalt hærri en áður. „En fólk er mjög kvíðið fyrir því sem tekur við þegar frystingu lánanna lýkur. Sumir hafa mælst til þess að erlend lán einstaklinga verði felld niður að einhverju leyti og að skattar verði hækkaðir sem því nemur, en við teljum það ekki ganga upp. Það vantar allt jafnræði í þá hugmynd,“ segir Ragnar. Hugmynd þeirra Sverris er afar einföld. Hafi skuldari tekið lán sem gerði ráð fyrir um 120.000 króna afborgunum á mánuði, verður sú upphæð hækkuð um næstum 40 prósent og í 168.000 á mánuði, en vegna gengishrunsins gæti greiðslan numið allt að 220.000 krónum að óbreyttu. Með þessu væri hægt að halda láninu í horfinu, það er greiða vextina. Það sem eftir stendur bættist svo fyrir aftan lánið svo það lengdist í því; afborgunum slegið á frest. Nái gengið svo aftur fyrri hæðum nýttist umframgreiðslan til að stytta lánið að nýju. „Þetta er sáraeinfalt og gæti dugað fyrir um 70 prósent lántakenda. En þetta þarf að vera samræmd ákvörðun. Ríkið þarf að koma að þessu. Auðvitað gæti ríkið komið með einhverja aðra hugmynd og við skorum á stjórnvöld að gera það. Okkar leið er hins vegar mjög auðveld, því þetta er bara kerfisbreyting. Það er ákveðin skuldbinding sem fylgir þessu, en þetta er afar auðvelt í framkvæmd,“ segir Ragnar. Teygjulánsleiðin komi í veg fyrir sveiflur vegna gengis og tryggi þannig bönkunum reglulegar greiðslur, sem auðveldar þeim að fjármagna sig. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Ríkisbankarnir treysta sér ekki til að taka ákvörðun um hvernig komið skuli til móts við myntkörfuskuldara, þar ríkir algjör ákvörðunarfælni. Því þurfa stjórnvöld að taka af skarið og skera úr um hvernig þetta verði gert. Þetta segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Þjóðhags. Hann hefur kynnt hugmyndir um fastar afborganir á erlendum lánum, í félagi við Sverri Geirdal ráðgjafa. Eftir yfirtöku bankanna beindi ríkið þeim tilmælum til banka að skuldurum yrði boðið upp á frystingu erlendra húsnæðislána í fjóra til sex mánuði. Ragnar telur að þetta hafi verið nauðsynlegt, því annars væru afborganir um tvöfalt hærri en áður. „En fólk er mjög kvíðið fyrir því sem tekur við þegar frystingu lánanna lýkur. Sumir hafa mælst til þess að erlend lán einstaklinga verði felld niður að einhverju leyti og að skattar verði hækkaðir sem því nemur, en við teljum það ekki ganga upp. Það vantar allt jafnræði í þá hugmynd,“ segir Ragnar. Hugmynd þeirra Sverris er afar einföld. Hafi skuldari tekið lán sem gerði ráð fyrir um 120.000 króna afborgunum á mánuði, verður sú upphæð hækkuð um næstum 40 prósent og í 168.000 á mánuði, en vegna gengishrunsins gæti greiðslan numið allt að 220.000 krónum að óbreyttu. Með þessu væri hægt að halda láninu í horfinu, það er greiða vextina. Það sem eftir stendur bættist svo fyrir aftan lánið svo það lengdist í því; afborgunum slegið á frest. Nái gengið svo aftur fyrri hæðum nýttist umframgreiðslan til að stytta lánið að nýju. „Þetta er sáraeinfalt og gæti dugað fyrir um 70 prósent lántakenda. En þetta þarf að vera samræmd ákvörðun. Ríkið þarf að koma að þessu. Auðvitað gæti ríkið komið með einhverja aðra hugmynd og við skorum á stjórnvöld að gera það. Okkar leið er hins vegar mjög auðveld, því þetta er bara kerfisbreyting. Það er ákveðin skuldbinding sem fylgir þessu, en þetta er afar auðvelt í framkvæmd,“ segir Ragnar. Teygjulánsleiðin komi í veg fyrir sveiflur vegna gengis og tryggi þannig bönkunum reglulegar greiðslur, sem auðveldar þeim að fjármagna sig.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent