Innlent

Starfsgreinasambandið samdi í takt við BSRB

Verkamenn.
Verkamenn.

Samningamenn Starfsgreinasambandsins og ríkisins undirrituðu í nótt samning við þá félagsmenn í Starfsgreinasambandinu, sem vinna hjá ríkinu. Hann er mjög í anda samningsins við BSRB og verður nú borinn undir atkvæði félagsmanna.

Á vefsíðu Starfsgreinasambandsins segist Signý Jóhannesdóttir, formaður sviðs starfsmanna, ríkis og sveitarfélaga vera ánægð með niðurstöðuna miðað við að ekki skuli vera samið til lengri tíma. Vissulega hefði verið ánægjulegt ef að tekist hefði að ná fram sérstakri hækkun til umönnunarstétta og lagfæringum á vaktavinnuumhverfinu. Hún segir jafnframt að aðilar séu ásáttir um að ræða vaktavinnu og vaktaumhverfi á samningstímanum, sem vonandi mun leiða til úrbóta síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×