Forstjóri Útlendingastofnunar mjög undrandi á úrskurði Hæstaréttar 17. september 2008 16:38 Haukur Guðmundsson. MYND/Víkurfréttir Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar segist mjög undrandi á úrskurði Hæstaréttar en dómurinn hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að hælisleitandi sem grunaður er um hótanir og ofbeldi og að hafa villt á sér heimildir skuli sæta gæsluvarðhaldi í sex vikur. „Þetta kemur mér mjög á óvart," segir Haukur í samtali við Vísi. „Sérstaklega ef litið er til þess að krafist var gæsluvarðhalds á grunni nýrrar greinar sem sett var í útlendingalög í vor beinlínis til að taka á málum sem þessum," segir hann. Með breytingunni átti að tryggja að ef útlendingur neiti að gefa upp hver hann er, rökstuddur grunur sé um að útlendingur gefi rangar upplýsingar um hver hann er eða hann sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta sé heimilt að handtaka hannog úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð opinberra mála, eftir því sem við á. Á þessari breytingu byggði krafa lögreglu og héraðsdómur úrskurðaði á föstudag að maðurinn skyldi sæta varðhaldi eftir að hælisleitendur að Fitjum höfðu tilkynnt lögreglu að hann hefði hóta þeim með hnífi og lagt hendur á einn hælisleitanda. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að lögregla hafi fyrr í mánuðinum haft afskipti af manninum þar sem hann reyndi að fara inn í mannlausan lögreglubíl fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Hann hefði þá ráðist að lögreglumönnum og verið handtekinn. Þegar farið var að kanna mál hans kom í ljós að maðurinn hafði einnig sótt um hæli í Svíþjóð og Noregi undir mismunandi nöfnum, en hann kom hingað til lands sem laumufarþegi með Norrænu í lok ágúst. Lögregla taldi því að maðurinn hefði gefið rangar upplýsingar um hver hann væri en Hæstiréttur komst að því að því að hefði ekki verið nægjanlega rökstutt hjá lögreglu. „Í gögnum málsins er að finna upplýsingar um að varnaraðili hafi gengið undir nafninu X, bæði í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi, en hann kveðst vera frá Vestur-Sahara. Ekki hafa verið leiddar líkur að því að þær upplýsingar séu rangar. Þá eru gögn málsins ekki fullnægjandi til álykta megi með nægilegri vissu að af varnaraðila geti stafað slík hætta að nauðsynlegt sé að grípa til gæsluvarðhalds. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi," segir í úrskurði Hæstaréttar. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar segist mjög undrandi á úrskurði Hæstaréttar en dómurinn hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að hælisleitandi sem grunaður er um hótanir og ofbeldi og að hafa villt á sér heimildir skuli sæta gæsluvarðhaldi í sex vikur. „Þetta kemur mér mjög á óvart," segir Haukur í samtali við Vísi. „Sérstaklega ef litið er til þess að krafist var gæsluvarðhalds á grunni nýrrar greinar sem sett var í útlendingalög í vor beinlínis til að taka á málum sem þessum," segir hann. Með breytingunni átti að tryggja að ef útlendingur neiti að gefa upp hver hann er, rökstuddur grunur sé um að útlendingur gefi rangar upplýsingar um hver hann er eða hann sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta sé heimilt að handtaka hannog úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð opinberra mála, eftir því sem við á. Á þessari breytingu byggði krafa lögreglu og héraðsdómur úrskurðaði á föstudag að maðurinn skyldi sæta varðhaldi eftir að hælisleitendur að Fitjum höfðu tilkynnt lögreglu að hann hefði hóta þeim með hnífi og lagt hendur á einn hælisleitanda. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að lögregla hafi fyrr í mánuðinum haft afskipti af manninum þar sem hann reyndi að fara inn í mannlausan lögreglubíl fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Hann hefði þá ráðist að lögreglumönnum og verið handtekinn. Þegar farið var að kanna mál hans kom í ljós að maðurinn hafði einnig sótt um hæli í Svíþjóð og Noregi undir mismunandi nöfnum, en hann kom hingað til lands sem laumufarþegi með Norrænu í lok ágúst. Lögregla taldi því að maðurinn hefði gefið rangar upplýsingar um hver hann væri en Hæstiréttur komst að því að því að hefði ekki verið nægjanlega rökstutt hjá lögreglu. „Í gögnum málsins er að finna upplýsingar um að varnaraðili hafi gengið undir nafninu X, bæði í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi, en hann kveðst vera frá Vestur-Sahara. Ekki hafa verið leiddar líkur að því að þær upplýsingar séu rangar. Þá eru gögn málsins ekki fullnægjandi til álykta megi með nægilegri vissu að af varnaraðila geti stafað slík hætta að nauðsynlegt sé að grípa til gæsluvarðhalds. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi," segir í úrskurði Hæstaréttar.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira