Innlent

Fótfráir lögreglumenn eltu uppi unga veggjakrotara

Fótfráir lögreglumenn hlupu í nótt uppi tvo fjórtán ára drengi, sem höfðu verið að stunda veggjakrot í miðborginni.

Sá þriðji, sem stóð vaktina álengdar, slapp. Þetta var um fjögur leitið í nótt og var hringt í foreldra piltanna til að sækja þá á stöðina, að skýrslutöku lokinni.

Annars stóðu sjö konur næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem að öllum líkindum er met, og var varðstjóri næturinnar úr þeirra hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×