Þjóðarsátt um hvað? Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 8. maí 2008 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins þar sem hún hvetur til samstöðu til sigurs á verðbólgu. Í grein sinni rekur hún skilmerkilega orsakir þess að verðbólgan hefur skotist upp og segir: „Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vorinu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við - eins og stundum vill gerast - að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið." Stuðningur SamfylkingarinnarÓsanngjarnt væri að kenna Samfylkingunni um afleiðingar þessara gjörða fyrri ríkisstjórna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks enda sat hún þá í stjórnarandstöðu. Rétt er þó að árétta að þó Samfylkingin hafi á þessu árum setið í stjórnarandstöðu studdi hún allar þessar ráðstafanir. Samfylkingin studdi 90% húsnæðislán, Kárahnjúkavirkjun (stærstu framkvæmd Íslandssögunnar) og skattalækkanir. Þáverandi félagar flokksins í stjórnarandstöðu, þingmenn Vinstri grænna, vöruðu við því að þessar aðgerðir hlytu að enda í nákvæmlega þeirri efnahagslegri kollsteypu sem nú er raunin. Þeir fengu hins vegar lítinn stuðning við þann málflutning frá Samfylkingunni lengst af og það var ekki fyrr en undir lok kjörtímabilsins 2003 til 2007 sem Samfylkingarfólk fór að gagnrýna stóriðjustefnuna og óstjórn í hagstjórn enda þá orðið ljóst að í óefni stefndi. En hér mætti sjálfsagt koma formanninum til varnar, enda henni fullkunnugt um afstöðu flokks síns til fyrri mála, og segja að ekki þýði að dvelja í fortíðinni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er vissulega að ná breiðri samstöðu um að kveða niður verðbólgu. En þá má jafnframt spyrja: Samstöðu um hvað og við hverja? Svo er spurt vegna þess að í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um enn frekari skattalækkanir og þegar er búið að lækka tekjuskatt á gróðafyrirtækjum. Í nýrri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er síðan gert ráð fyrir byggingu álvers í Helguvík, við Bakka og stækkun í Straumsvík. Þessar boðuðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því framlenging á starfi og stefnu fyrri ríkistjórnar og því miður alls engin stefnubreyting frá þeirri glórulausu þenslustefnu sem formaður Samfylkingar segir að allir kannist nú við að sé orsök verðbólgunnar. Það er því ekki úr vegi að Ingibjörg Sólrún skýri betur orð sín. Ekki síst fyrir því fólki sem batt vonir við Samfylkinguna og kaus hana í þeirri trú að hún myndi standa fyrir breyttum áherslum. Hvenær kemur Samfylking sér að verki?Hvort sem það var nú „Fagra Ísland", lýðræðislegri vinnubrögð og samræðustjórnmál, fráhvarf frá einkavæðingarstefnu og græðgisvæðingu eða eitthvað annað sem úrslitum réði um að fólk kaus Samfylkinguna skuldar flokkurinn nú fólki skýringar á frammistöðu sinni eftir tæpt ár í ríkisstjórn. Er Ingibjörg Sólrún að biðja um þjóðarsátt um óbreytt ástand og óbreytta stefnu, þ.e. frekari skattalækkanir og þar með veikari grundvöll velferðarþjónustunnar, nokkur ný álver og áframhaldandi útrásarveisluhöld með tilheyrandi viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Eða hvernig ætlar Samfylkingin annars að slá á þenslu og verja lífskjörin í landinu og ekki síst: Hvenær ætlar hún að koma sér að verki? Höfundur er formaður VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins þar sem hún hvetur til samstöðu til sigurs á verðbólgu. Í grein sinni rekur hún skilmerkilega orsakir þess að verðbólgan hefur skotist upp og segir: „Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vorinu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við - eins og stundum vill gerast - að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið." Stuðningur SamfylkingarinnarÓsanngjarnt væri að kenna Samfylkingunni um afleiðingar þessara gjörða fyrri ríkisstjórna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks enda sat hún þá í stjórnarandstöðu. Rétt er þó að árétta að þó Samfylkingin hafi á þessu árum setið í stjórnarandstöðu studdi hún allar þessar ráðstafanir. Samfylkingin studdi 90% húsnæðislán, Kárahnjúkavirkjun (stærstu framkvæmd Íslandssögunnar) og skattalækkanir. Þáverandi félagar flokksins í stjórnarandstöðu, þingmenn Vinstri grænna, vöruðu við því að þessar aðgerðir hlytu að enda í nákvæmlega þeirri efnahagslegri kollsteypu sem nú er raunin. Þeir fengu hins vegar lítinn stuðning við þann málflutning frá Samfylkingunni lengst af og það var ekki fyrr en undir lok kjörtímabilsins 2003 til 2007 sem Samfylkingarfólk fór að gagnrýna stóriðjustefnuna og óstjórn í hagstjórn enda þá orðið ljóst að í óefni stefndi. En hér mætti sjálfsagt koma formanninum til varnar, enda henni fullkunnugt um afstöðu flokks síns til fyrri mála, og segja að ekki þýði að dvelja í fortíðinni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er vissulega að ná breiðri samstöðu um að kveða niður verðbólgu. En þá má jafnframt spyrja: Samstöðu um hvað og við hverja? Svo er spurt vegna þess að í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um enn frekari skattalækkanir og þegar er búið að lækka tekjuskatt á gróðafyrirtækjum. Í nýrri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er síðan gert ráð fyrir byggingu álvers í Helguvík, við Bakka og stækkun í Straumsvík. Þessar boðuðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því framlenging á starfi og stefnu fyrri ríkistjórnar og því miður alls engin stefnubreyting frá þeirri glórulausu þenslustefnu sem formaður Samfylkingar segir að allir kannist nú við að sé orsök verðbólgunnar. Það er því ekki úr vegi að Ingibjörg Sólrún skýri betur orð sín. Ekki síst fyrir því fólki sem batt vonir við Samfylkinguna og kaus hana í þeirri trú að hún myndi standa fyrir breyttum áherslum. Hvenær kemur Samfylking sér að verki?Hvort sem það var nú „Fagra Ísland", lýðræðislegri vinnubrögð og samræðustjórnmál, fráhvarf frá einkavæðingarstefnu og græðgisvæðingu eða eitthvað annað sem úrslitum réði um að fólk kaus Samfylkinguna skuldar flokkurinn nú fólki skýringar á frammistöðu sinni eftir tæpt ár í ríkisstjórn. Er Ingibjörg Sólrún að biðja um þjóðarsátt um óbreytt ástand og óbreytta stefnu, þ.e. frekari skattalækkanir og þar með veikari grundvöll velferðarþjónustunnar, nokkur ný álver og áframhaldandi útrásarveisluhöld með tilheyrandi viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Eða hvernig ætlar Samfylkingin annars að slá á þenslu og verja lífskjörin í landinu og ekki síst: Hvenær ætlar hún að koma sér að verki? Höfundur er formaður VG á Akureyri.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun