Erlent

Umfangsmikil greiðslukortasvik á Starbucks-kaffihúsum

Umfangsmikil greiðslukortasvik á nokkrum Starbucks kaffibörum í London teygja anga sína til Norðurlandanna.

Í Noregi hefur Nordea-bankinn þurft að skipta út greiðslukortum um 1.000 viðskiptavina sinna og í Danmörku hafa um 600 manns orðið fyrir barðinu á svikunum.

Fjársvikararnir komu fyrir búnaði við posana á kaffibörunum þannig að þeir gátu afritað upplýsingar af kortunum. Að sögn danska blaðsins Börsen fást ekki upplýsingar um hve miklar fjárhæðir er um að ræða. Hins vegar er bent á að korthafarnir muni ekki bera skaða af þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×