Innlent

Þungt haldinn eftir alvarlegt umferðarslys í nótt

Karlmaður á þrítugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt umferðarslys á mótum Hringbrautar og Miklubrautar í nótt.

Slysið áttið sér stað um klukkan hálffjögur í nótt. Maðurinn var farþegi í bifreið sem ekið var austur eftir Miklubraut. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór á stálgrindverk á umferðareyju.

Maðurinnn slasaðist illa í árekstrinum og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Hann gekkst undir aðgerð í nótt en er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans stöðug.

Fimm voru í bílnum, allt fólk á þrítugsaldri, en aðrir sluppu með minni háttar áverka að sögn lögreglu. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en málið er í rannsókn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×