Innlent

Læknar áhyggjufullir vegna launamála

Aðalfundur Læknafélags Íslands í gær heimilaði stjórn og samninganefnd félagsins að hafa forgöngu um nauðsynlegar aðgerðir lækna til að ná fram viðunandi samningi við fjármálaráðherra í yfirstandandi kjaradeilu.

Aðalfundurinn, sem haldinn var í Kópavogi, lýsti yfir áhyggjum af því ef laun lækna verða ekki samkeppnishæf við laun lækna í nágrannaríkjum. Því væri ekki að treysta að íslenskir læknar sneru heim til Íslands í framtíðinni eftir langt nám á erlendri grundu ef þeim væri mætt af óbilgirni og ætlast til meiri kjaraskerðingar af þeim en öðrum stéttum, segir í ályktun Læknafélagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×