Fjórir fremstu stefna á sigur 28. september 2008 09:11 Fremstu menn í tímatökunni og á ráslínu í Singapúr í dag. mynd: Getty Images Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport. Felipe Massa, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Robert Kubica eru efstir í stigamótinu og röðuðu sér fremst á ráslínu í tímatökunni í gær. Lítil hætta er á rigningu eins og spáð var fyrir helgina, en hitinn verður í kringum 32 gráður, sem gæti komið Ferrari til góða. Þegar kaldara er í veðri virðast ökumenn eiga erfitt með að koma hita í dekkin. ,,Ég tel að við séum með góða keppnisáætlun. Ég náði fullkomnum hring í tímatökunni og því varð munurinn á mér og Hamilton 0.6 sekúndur", sagði Massa sem ræsir fremstur á undan Hamilton. ,,Nú ríður á að halda 100% einbeitingu í mótinu sem verður langt og strangt. Það er mikið af mishæðum í brautinni sem truflar aksturinn, sérstaklega milli beygju fimm og sjö. Það verður stórmál að hafa þol í 61 hring. Þá verður ræsingin mikilvæg og lykilatriði að byrja mótið af krafti", sagði Massa. Sex ökumenn eiga möguleika á titlinum þegar fjórum mótum er ólokið og Massa hefur eins stigs forskot á Hamilton. Kubica og Raikkönen eiga ágæta möguleika og er ljóst að hörð barátta verður á milli þessara kappa í dag.Sjá ummæli ökumanna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport. Felipe Massa, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Robert Kubica eru efstir í stigamótinu og röðuðu sér fremst á ráslínu í tímatökunni í gær. Lítil hætta er á rigningu eins og spáð var fyrir helgina, en hitinn verður í kringum 32 gráður, sem gæti komið Ferrari til góða. Þegar kaldara er í veðri virðast ökumenn eiga erfitt með að koma hita í dekkin. ,,Ég tel að við séum með góða keppnisáætlun. Ég náði fullkomnum hring í tímatökunni og því varð munurinn á mér og Hamilton 0.6 sekúndur", sagði Massa sem ræsir fremstur á undan Hamilton. ,,Nú ríður á að halda 100% einbeitingu í mótinu sem verður langt og strangt. Það er mikið af mishæðum í brautinni sem truflar aksturinn, sérstaklega milli beygju fimm og sjö. Það verður stórmál að hafa þol í 61 hring. Þá verður ræsingin mikilvæg og lykilatriði að byrja mótið af krafti", sagði Massa. Sex ökumenn eiga möguleika á titlinum þegar fjórum mótum er ólokið og Massa hefur eins stigs forskot á Hamilton. Kubica og Raikkönen eiga ágæta möguleika og er ljóst að hörð barátta verður á milli þessara kappa í dag.Sjá ummæli ökumanna
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira