Innlent

Vasaþjófar á ferð í Kringlunni

Tilkynnt var um átta veskjaþjófnaði í Kringlunni í gær og er þjófurinn, eða þjófarnir ófundnir. Ekkert hefur heldur fundist af þýfinu, en sum fórnarlömbin misstu þarna margvísleg skilríki.

Lögreglu grunar að þetta geti verið skipulögð starfssemi og útilokar ekki að hér sé um erlenda vasaþjófa að ræða, sem gagngert hafi komið hingað til lands í þessum tilgangi. Hún varar fólk við þessu og hvetur það til að gæta vel að veskjum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×