Innlent

Sluppu ótrúlega vel úr árekstri á Akureyri

Tveir ökumenn og einn farþegi sluppu ótrúlega vel, að sögn lögreglu, þegar tveir bílar lentu í mjög hörðum árkestri á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu við Sjallann á Akureyri í gærkvöldi.

Fólkið var allt útskrifað af sjúkrahúsinu að aðhlynningu lokinni, en bílarnir eru gjörónýtir og var slökkviliðið kallað út til að hreinsa olíu úr þeim af götunni og sópa braki úr þeim saman.

Grunur leikur á að annar bíllinn hafi verið í kappakstri og er það nú til frekari rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×