Innlent

Ræddi um áhrif loftlagsbreytinga á heilbrigðisþingi

MYND/Auðunn

Áhrif loftlagsbreytinga í heiminum var meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ræddi um í ávarpi sínu á 61. alþjóðaheilbrigðisþinginu í morgun, en þingið stendur yfir í Genf þessa dagana.

Minnti ráðherra á orð Dr. Margaret Chan, aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem sagði fyrr í vor að heilsufar og velferð manna ætti að vera í forgrunni þegar menn brygðust við áhrifum loftslagsbreytinga.

Þá fjallaði Guðlaugur Þór um fórnarlömb náttúruhamfaranna í Kína og Búrma og undirstrikaði mikilvægi þess að þjóðir heims stæðu saman þegar aðstæður af þessu tagi sköpuðust, eins og segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.

Guðlaugur Þór minntist einnig sérstaklega á að Ísland byði sig fram til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og vakti athygli á að stefna Íslands í þróunar- og hjálparstarfi tæki mið að þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×