Innlent

Ísland er friðsamasta land í heimi

Ísland er friðsamasta land í heimi. Þetta kemur fram í tímaritinu The Economist sem birt hefur nýjustu alþjóðlegu friðarvísitölu sína.

Vísitala þessi byggir á ýmsum þáttum eins og hernaði bæði innanlands og utan, þátttöku í friðargæslustarfi Sameinuðu þjóðanna og hlutfall ofbeldisglæpa innanlands svo dæmi séu tekin.

Númer tvö og þrjú í röðinni eru frændur vorir Danir og Norðmenn en síðan koma Nýja Sjáland og Japan.

Bandaríkin eru númer 97 á listanum yfir 140 þjóðir og Rússar sitja í 131. sæti. Írak vermir botnsætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×