Innlent

Færsla Nýbýlavegar sett á skipulag 2004

Eins og sjá má á heimasíðu Bygg er ný lega vegarins sýnd á teikningum.
Eins og sjá má á heimasíðu Bygg er ný lega vegarins sýnd á teikningum. Tekið af heimasíðu Bygg, www.bygg.is

Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir að öllum hafi mátt það vera ljóst að Nýbýlavegur yrði færður eins og nú er orðin raunin. Í 24 stundum í dag er rætt við íbúa í Lundi 1, nýbyggðri blokk á Lundarsvæðinu en eftir færslu vegarins er hann kominn mjög nálægt blokkinni. Þór segir að færlan hafi verið sett inn á skipulag áður en byggðin tók að rísa á Lundi.

Íbúinn segir að kaupendur hafi ekki verið upplýstur um færslu vegarins. Einnig er rætt við Gylfa Héðinsson, annan eiganda verktakafyrirtækisins Bygg sem reisir blokkina. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hafa verið upplýsta um hvernig standa ætti að færslu vegarins og hann segir að málið hefði að minnsta kosti átt að fara í grenndarkynningu.

Þór bendir á að í maí 2004 hafi færsla vegarins verið sett inn á skipulag, löngu áður en hafist var handa við að reisa íbúðabyggðina sem nú er í byggingu á Lundi. Áður var þar bóndabýli. „Mönnum átti því að vera ljóst að það stóð til að færa veginn í þessa átt."

Hann bendir einnig á að í samningi bæjarins við byggingafélagið sem undirritaður var 19. ágúst 2005 komi færsla vegarins skýrt fram á teikningu sem fylgdi með í samningum.

Í þriðja lagi bendir Þór á að á heimasíðu Bygg, sem meðal annars var notuð til að kynna svæðið fyrir mögulegum kaupendum komi skýrt fram að vegurinn liggur nær húsinu en gamla vegarstæðið. Færsla vegarins hafi því alltaf verið ljós en útfærslan hafi á endanum verið í höndum Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×